Síðasta lag fyrir myrkur - Uppruni (Saša Stanišić)

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Een podcast door Bókasafn Hafnarfjarðar

Síðasta lag fyrir myrkur er... Uppruni. Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með.  Saša Stanišić, er fæddur í fyrrum Júgoslavíu 1978. Höfundur lýsir bókinni svo í eigin orðum: „Uppruni er bók um staðina þar sem ég á heima, þá sem lifa í minni mínu og þá sem ég hef skáldað. Þetta er bók um tungumál, tunglsljós, æsku og fjölmörg sumur. Sumarið þar sem afi minn tróð ömmu svo um tær í dansi að litlu munaði að ég hefði aldrei fæðst. Sumarið þar sem ég næstum drukknaði. Sumarið sem Angela Merkel opnaði landamærin og líktist sumrinu þegar ég flúði um mörg landamæri til Þýskalands. Uppruni er kveðja til ömmu með minnisglöpin. Á meðan ég safna minningum mínum er hún að glata sínum.“ Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.