COVID í Eyjum – 1. þáttur: Viðbragðsaðilar

Hlaðvarp Heimildarinnar - Een podcast door Heimildin

Podcast artwork

„Við vissum að veiran myndi koma með Herjólfi,“ segir Páley Borgþórsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, um COVID-19 hópsýkinguna í Vestmannaeyjum í mars. Páley fór fyrir aðgerðarstjórn almannavarna í Vestmannaeyjum í fyrstu bylgju COVID-19 þegar rúmlega 100 manns greindust með veiruna á 37 dögum. Einnig mæddi mikið á Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur, hjúkrunarfræðingi sem meðal annars þurfti að flytja út af heimili sínu þegar ung dóttir hennar fór í sóttkví. Sóley Guðmundsdóttir, meistaranemi í Blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, fjallar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hún ræðir meðal annars við framlínustarfsfólk sem tókst á við margar nýjar áskoranir þegar hópsýking kom upp í Eyjum. Þetta er fyrsti þátturinn af tveimur í tveggja þátta seríu. Í síðari þættinum verður fjallað um áhrifin sem hópsýkingin í Vestmannaeyjum hafði á almenning í Eyjum. Hann verður birtur á Kjarnanum þann 30. desember.