Raddir margbreytileikans – 2. þáttur: Vildi vera Indiana Jones
Hlaðvarp Heimildarinnar - Een podcast door Heimildin
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Í öðrum þætti er rætt við Evu Hrönn Árelíusd. Jörgensen, doktorsnema við Háskóla Íslands, um mastersnám hennar erlendis og doktorsrannsókn hennar. Eva Hrönn er með MA próf í heilsumannfræði frá UCL háskóla í London og MA próf í miðjarðarhafsfornleifafræði frá EKPA háskóla í Aþenu. Hún vinnur nú að doktorsrannsókn sinni sem fjallar um reynslu ungmenna af Covid-19 heimsfaraldrinum. Í þessum þætti ræðir Eva Hrönn um rannsóknina sína, áhrif Covid-19 á ungmenni Íslands og áhrif Covid-19 á rannsóknina sjálfa. Einnig segir hún okkur frá lífinu í Aþenu og London, hvernig hún ákvað að fara í mannfræði og upplifun sína af háskólanámi erlendis. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.
