Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I

Hlaðvarp Heimildarinnar - Een podcast door Heimildin

Podcast artwork

Þegar Hojo Masako strauk að heiman með útlaga sáu fáir fyrir að þessi viljasterka dóttir sveitasamúræja ætti dag einn eftir að verða einn valdamesti einstaklingur í Japan. Í þessum fyrsta þætti af þremur reynum við að setja okkur inn í líf þessarar slóttugu stjórnmálakonu, sem átti stóran þátt í að breyta Japan úr miðstýrðu og óstöðugu keisaradæmi yfir í vel skipulagt lénsveldi. (Mynd kemur úr bíómynd Mizoguchi Kenji, Shin Heike Monogatari frá 1955)