Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Hlaðvarp Heimildarinnar - Een podcast door Heimildin
Við erum spennt að byrja aftur að skoða samfélagið út frá félagsfræðinni eftir sumarfrí og fyrsta hlaðvarp vetrarins er ekki af verri endanum. Ólöf Júlíusdóttir er nýjasti doktor okkar Íslendinga í félagsfræði og hitti hún á Sigrúnu og sagði henni allt um verkefnið sitt. Ólöf varði doktorsriterð sína í félagsfræði frá Háskóla Íslands þann 16. ágúst síðastliðinn en ritgerðin ber titilinn „Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi.“ Þar skoðaði hún ástæður þess að karlar eru mun líklegri til að ná toppnum í íslensku efnahagslífi heldur en konur og þá sérstaklega hvernig fjölskyldulíf og fyrirtækjamenning hafa áhrif á framgang karla og kvenna. Einn meginpunkturinn sem hún biður okkur sérstaklega að hugleiða er „af hverju sitja karlar svona fast á valdastólunum,“ frekar en það sem við hugleiðum kannski oftar, en það er „af hverju eru konur bara ekki duglegri að koma sér áfram?“
