Völundarhús utanríksmála Íslands – 1. þáttur: Er utanríkisstefna Íslands ómarkviss?

Hlaðvarp Heimildarinnar - Een podcast door Heimildin

Podcast artwork

Nýir þættir hefja nú göngu sína á hlað­varpi Kjarn­ans um utan­rík­is­mál. Mark­miðið er að miðla og ræða nið­ur­stöður rann­sókna um utan­rík­i­s­tefnu Íslands. Ætlunin er að leiða hlustendur út úr völ­und­ar­húsi umræðunnar um utan­rík­is­stefnu Íslands inn á beina og breiða braut skýrrar umræðu um utan­rík­is­mál. Í þessum þáttum verða rannsóknir Baldur Þórhallsson prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rannsóknum í stjórnmálafræði í hart nær þrjá áratugi og sérhæft sig í rannsóknum á stöðu smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. En til smáríkja teljast til dæmis öll Norðurlöndin og þá eru þau borin saman við stór ríki eins og Þýskland og Bretland. Fyrsti þátturinn fjallar um hvaða aðferðum lítil ríki beita til að verja hagsmuni sína og hafa áhrif í alþjóðasamfélaginu en Baldur ræðir niðurstöður rannsókna sinna við Karl Blöndal aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þættirnir eru hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs um smáríki við háskólans og hlaðvarp Kjarnans og liður í því að koma rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands á framfæri utan akademíunnar.