HM í handbolta - Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson

Íþróttavarp RÚV - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Íþróttavarpið ræðir við landsliðsmenn Íslands í handbolta í aðdraganda HM í Svíþjóð. Gestir þáttarins í dag eru landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir eru líka liðsfélagar hjá Kolstad í Noregi og konurnar þeirra eru systur. Þeir eru því mikið saman og eru góðir vinir. Þetta er til umræðu í þættinum ásamt HM sem er framundan, hvernig Sigvaldi valdi að spila fyrir Ísland frekar en Danmörku og skilaboðin sem Þórir Hergeirsson sendir reglulega á Janus Daða. Lengri útgáfu Íþróttavarpsins má finna á helstu hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.