Ragnheiður Júlíusdóttir

Íþróttavarp RÚV - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Gestur Íþróttavarpsins í dag er ein besta handboltakona landsins, sem þó hefur ekki spilað handboltaleik síðan í lok janúar í fyrra. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið stórskytta í liði Fram undanfarinn áratug og algjör lykil kona í sigursælu liði Fram. Þá hefur hún einnig verið hluti af íslenska landsliðinu og átti meðal annars sinn besta landsleik á Ásvöllum í október 2021 gegn Serbíu þegar hún endaði markahæst með sjö mörk í sigri sem kom Íslandi í góða stöðu í undankeppni EM. Í lok janúar í fyrra var Ragnheiður lang markahæst í liði Fram það sem af var Íslandsmótinu, en þá dundi ógæfan yfir og hún hefur ekki spilað handbolta síðan 29. janúar 2022. Ragnheiður Júlíusdóttir er gestur Íþróttavarpsins að þessu sinni. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson