Leir!

Ef þú vilt vita hvar leir er að finna í nátt­úr­unni, spurðu þá börn­in. Eða vega­vinnu­fólk­ið, því það er búið að finna hann. Í heim­sókn okkar til Sig­ríðar Erlu í Leir 7 í Stykk­is­hólmi komumst við að því að það er til ljóm­andi góður og vinn­an­legur leir á Vest­ur­landi og að úr honum er hægt að gera hvað sem er.​

Om Podcasten

Á Vesturlandi má finna allskonar handverk sem okkur Sigrúnu þykir mikilvægt að fjalla um og kynna. Í fyrstu 10 þáttunum ferðumst við víðsvegar um héraðið og kynnumst hæfileikaríku fólki með allskynd efnivið. Speglum handverkið í fortíðinni og kynnum okkur Jónas vikunnar, upplestur úr Íslenskum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili.