Strikkefestival.

Oft hefur verið gaman á mörk­uðum bæði nú sem fyrr. Bændur flykkj­ast að með vað­mál­in, ull­ina, vör­urnar eða til þess eins að sýna sig og sjá aðra. Anna og Sig­rún lögðu land undir fót og tóku þátt í Pak­hus­strik 2019 í Kaup­manna­höfn nú í sept­em­ber. Þar kenndi ýmissa grasa og þær stöllur fóru að velta fyrir sér hand­verks­há­tíðum hjá nágrönnum vorum og hvert væri gaman að skella sér næst...?

Om Podcasten

Á Vesturlandi má finna allskonar handverk sem okkur Sigrúnu þykir mikilvægt að fjalla um og kynna. Í fyrstu 10 þáttunum ferðumst við víðsvegar um héraðið og kynnumst hæfileikaríku fólki með allskynd efnivið. Speglum handverkið í fortíðinni og kynnum okkur Jónas vikunnar, upplestur úr Íslenskum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili.