Lífreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Ég var með búlimíu: „Ég býst við að fröken Svínka í Prúðuleikurunum sé hetjan mín. Hún er þybbin, brjóstamikil, með stór, blá augu og óbilandi sjálfstraust. Þannig vildi ég vera. Fyrir nokkru fór ég að vinna markvisst að því að auka sjálfstraustið og breyta viðhorfi mínu til lífsins. Kannski mun ég einhvern tíma verða jafnánægð með mig og fröken Svínka og hver veit nema einhver lítill, grænn froskur verði þá ástfanginn af mér. Leiðin að því marki mun hins vegar verða löng og ströng.“ - Fyrirlitin vegna fjárhagsörðugleika: „Á Íslandi er börnum kennt að ef þau vinni vel og séu dugleg þá uppskeri þau í samræmi við erfiðið sem þau leggja á sig. Allir geta eignast einbýlishús og bíl og þeir sem ekki geta það eru fyrirlitnir, enda telja allir að eyðslusemi eða annarri óreglu sé um að kenna. Ég varð fyrir því að missa allt mitt í botnlausa hít vaxta og dráttarvaxta og tel mig ekki verri manneskju fyrir það.“ - Skelfilegur brúðkaupsdagur: „Fyrir mörgum árum gifti frænka mín sig og brúðkaupið hennar var vægast sagt eftirminnilegt!“ - „Hún var svo góð“: „Vinkona mín var um tvítugt þegar hún missti mömmu sína. Við þekktumst ekki á þeim tíma og ekki löngu eftir að við kynntumst sagði hún mér frá erfiðu lífi mömmu sinnar, að fjölskyldan hefði mátt horfa upp á hana drepa sig hægt og rólega án þess að geta hjálpað henni.“ - Lækning að handan: „Ég er jarðbundin manneskja og á mjög erfitt með að trúa einhverju yfirnáttúrulegu. Tvisvar hefur þó hent mig, með löngu millibili, eitthvað sem ég get ekki fundið neina eðlilega skýringu á.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.