Lífsreynslusaga Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Mér var útskúfað:„Ég missti móður mína þegar ég var tæpra fjögurra ára gömul. Ég man lítið eftir henni en á einhverjar óljósar minningar sem ég held að séu tengdar henni. Í tvö ár eftir að hún dó bjuggum við pabbi ein en ég var mikið í pössun hjá ömmu. Pabbi kynntist stjúpmóður minni þegar ég var nýbyrjuð í skóla og hún flutti inn til okkar nokkrum mánuðum síðar. Ég átti ákaflega erfitt með að sætta mig við hana fyrst í stað og tók upp á ýmsu til að láta vanþóknun mína í ljós. Smátt og smátt jafnaði ég mig þó og friður ríkti á heimilinu.“- Nú lifi ég fyrir mig en ekki aðra:„Ég ólst upp hjá mjög ströngum foreldrum. Mamma mín var mjög kröfuhörð á okkur systkinin. Við áttum að vera kurteis og prúð, standa okkur vel í skóla og vera heimilinu til sóma. Systkinum mínum tókst þetta ágætlega en ég var svarti sauðurinn sem alltaf var að lenda í vandræðum. Ekki tók betra við þegar ég varð fullorðin því ómögulegt reyndist að gera svo eiginmanni mínum líkaði.“- Veikindin gerbreyttu fjölskyldulífinu:„Þegar ég var tíu ára greindist yngri bróðir minn með erfiðan sjúkdóm. Fram að því höfðum við verið hamingjusöm og samheldin fjölskylda. Smátt og smátt náðu veikindin hins vegar að gerbreyta öllum samskiptum okkar. Mér fannst ég fjarlægjast foreldra mína og sú gjá sem varð á milli okkar lokaðist aldrei.“- Ríka systirin:„Ég var lengi sár út í stóru systur mína sem vildi sem minnst við mig og systkini okkar tala. Við héldum að hún væri svona snobbuð þar sem hún bjó við ríkidæmi, öfugt við okkur. Löngu síðar opinberaði hún leyndarmál sitt.“- Systir mín rústaði heimili mínu:„Ég flutti að heiman tvítug og stofnaði heimili með kærasta mínum. Við eignuðumst ári síðar okkar fyrsta barn og giftum okkur. Þótt okkur gengi mjög vel fann ég fyrir fæðingarþunglyndi og átti töluvert erfitt fyrsta árið sem dóttir mín lifði. Á sama tíma var systir mín að taka saman við mann sinn og þegar þau fengu að dvelja í minni íbúð mánaðartíma gerðust hlutir sem særðu mig djúpt.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.