Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi sögur:- Ég veit hvar þú átt heima:„Ég hitti mann á bar fyrir nokkrum árum sem reyndi við mig á ansi hreint klaufalegan hátt. Mér tókst að losna við hann en seinna hittumst við fyrir tilviljun og í kjölfarið varð ég fyrir miklu ónæði frá honum.“- Skelfilegur vinnustaður:„Eftir margra ára starf á Landspítalanum ákvað ég að skipta um starfsvettvang og finna mér að auki vinnu sem væri betur borguð. Í nýja starfinu átti margt eftir að koma mér á óvart, ekki þægilega.“- Hið fullkomna líf:„Ég hef alltaf verið mjög rómantísk og að auki með fullkomnunaráráttu svo ekkert annað en fullkominn maður kom til greina til að verja hinu fullkomna lífi með mér. Ég var byrjuð að undirbúa brúðkaup mitt og unnusta míns þegar babb kom í bátinn.“- Illt innræti?:„Bróðir minn var einstaklega andstyggilegur við mig þegar við vorum lítil og ég var oft dauðhrædd við hann. Hann var lúmskur og gætti þess vel að enginn sæi til hans þegar hann kvaldi mig svo ég fékk skammir fyrir að klaga og jafnvel skrökva. Ég hélt um tíma að dóttir mín hefði erft skapferli hans en sem betur fer reyndist annað vera í gangi hjá henni.“- Vonir byggðar á sandi:„Þegar móðir mín veiktist alvarlega var það okkur systkinunum mikið áfall. Bróðir okkar ákvað að gera allt sem í hans valdi stóð til að bjarga lífi hennar en greip til ýmissa ráða sem hugnuðust mér ekki.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.