Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Hún bara veit …„Systir mín sér lengra en nef hennar nær og til eru margar sögur af henni og hugboðum hennar. Fyrr á árinu lenti hún í atviki en skjót viðbrögð hennar björguðu henni án efa frá vandræðum.“ - Óvænt umbreyting:„Besta vinkona mín frá barnæsku barðist lengi við offitu. Hún náði stundum að léttast mikið en var ekki lengi að bæta öllum aukakílóunum á sig aftur þegar kúrnum lauk. Fyrir nokkrum árum tókst henni að komast í kjörþyngd og halda henni en í leiðinni gjörbreyttist persónuleiki hennar.“ - Mamma breyttist við skilnaðinn:„Þegar ég var ellefu ára skildu foreldrar mínir. Pabbi hafði kynnst annarri konu og kom heim einn daginn og tilkynnti að hann væri farinn. Skiljanlega var þetta mömmu gríðarlegt áfall en það var bókstaflega eins og hún klikkaðist. Enn í dag á ég erfitt með að fyrirgefa henni margt af því sem gerðist fyrst eftir það.“ - Örlagarík áreitni:„Einn veturinn fyrir mörgum árum fékk ég vinnu við kennslu úti á landi. Eftir að ég var flutt aftur í bæinn heyrði ég að kjaftasögur hefðu grasserað um ásókn mína í giftan mann á staðnum. Sannleikurinn er hins vegar gjörólíkur sögunni og áreitnin sem átti sér stað reyndist mér ansi örlagarík.“ - Á síðasta snúningi?:„Lífið var svolítið tómlegt eftir skilnað við manninn minn til fimmtán ára. Sonur okkar kaus að verða eftir hjá pabba sínum en var afar duglegur að heimsækja mig. Ég var alveg opin fyrir nýju sambandi en að finna góðan mann til að verja lífinu með reyndist ekki auðvelt.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.