Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Ég var minn versti óvinur:„Öll eigum við mjög auðvelt með að ráðleggja öðrum og leysa þeirra vandamál en þegar kemur að okkar eigin er lausnin aldrei jafn einföld. Ég er engin undantekning frá þessu en það þurfti óvenjulega hreinskilna vinkonu til að opna augu mín fyrir því að ég var sjálf minn versti óvinur.“- Svikin af vinkonu:„Ég átti í ástarsambandi við giftan samstarfsmanninn í þrjú ár. Sambandið endaði þegar vinkona mín fór til konu hans og sagði honum hvað væri í gangi. Í kjölfarið ákvað maðurinn að reyna á hjónabandið og ég var skilin eftir með brostið hjarta. Það leið heldur ekki á löngu þar til ég hrökklaðist úr vinnunni.“- Ástin á sextugsaldri:„Ég var komin hátt á fimmtugsaldur þegar ég skildi. Í tíu ár var ég ein og fannst stöðugt ólíklegra að ástin bankaði aftur upp á í lífi mínu. Þegar ég kynntist Gunnari fannst mér lífið dásamlegt og eiginlega of gott til að vera satt. Það kom líka á daginn að hann var ekki sá sem ég hélt hann væri.“- Leikskólafasistinn:„Skömmu eftir að sonur minn varð þriggja ára gekk barnsfaðir minn út af heimili okkar með ferðatösku. Hann tilkynnti mér að líf okkar gæfi honum enga hamingju og hann yrði að fá að leita hennar annars staðar. Þetta var mér mikið áfall en mín fyrstu viðbrögð voru að leita leiða til að leggja grunn að góðri framtíð okkar mæðgina. Mér var gert erfitt fyrir í þeirri viðleitni þegar leikskólakennari sonar míns hóf að ofsækja mig.“- Trúin splundraði hjónabandinu:„Árum saman var ég gift miklum dellukarli. Hann Ásgeir minn fann sér alltaf eitthvað nýtt og fljótlega blómstraði ástríðan. Það dró hins vegar yfirleitt jafnfljótt úr henni og eitthvað annað tók við. Alla tíð sýndi ég áhugamálum hans og vafstri í kringum þau mikla þolinmæði, enda finnst mér hjón ekki þurfa að deila hugðarefnum á öllum sviðum. Við eigum tvö börn og mér nægði að hann sýndi þeim og heimilinu umhyggjusemi líka.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.