Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Með grátstafinn í kverkunum í tvö ár:„Ég var 23 ára og hafði nýlokið háskólaprófi með góðum árangri. Ég taldi mig færa í flestan sjó og eiga bjarta framtíð fyrir mér. Okkur hjónin langaði að eignast barn og það varð úr að við ákváðum að þessi tímamót hentuðu vel til að stofna fjölskyldu. Allan meðgöngutímann var ég fílhraust og blómstraði. Allar konurnar í minni fjölskyldu höfðu átt auðvelt með að eignast börn og ég sá ekki nokkuð því til fyrirstöðu að eins yrði um mig.“- Tók ekki mark á viðvörunum:„Saga mín er lík sögu margra annarra kvenna, ég féll fyrir manni, trúði á hið góða í honum en endaði með að flýja frá honum kalin á hjarta. Mikið gekk á og ég fékk að lokum nálgunarbann á hann. Undanfarið hefur hann látið mig í friði en ég er hrædd um að það sé vegna þess að hann sé kominn með nýtt fórnarlamb að níðast á.“- Örlagaríkt símtal:„Fyrir tæpum tuttugu árum komst ég að því að maðurinn minn héldi fram hjá mér en það voru þó ekki einu svikin sem ég uppgötvaði í kjölfar símtals þar sem viðmælandinn breytti rödd sinni og sagði ekki til nafns.“- Draumurinn sem breytti lífi mínu:„Mig dreymdi fyrsta minnisstæða drauminn á barnsaldri þótt ég hafi ekki skilið hann fyrr en ég varð fullorðin. Draumarnir urðu fleiri en í nokkrum tilvikum vildi ég ekki horfast í augu við merkingu þeirra. Einn afar skýr og erfiður draumur varð síðan til þess að ég gjörbreytti lífi mínu.“- Undir yfirborðinu:„Fyrir rétt rúmum áratug varð ég yfir mig ástfangin af dásamlegum manni. Við vorum bæði í námi þegar við tókum saman og oft mikið að gera. Þess vegna var ekki alltaf allt fullkomið en við vorum hamingjusöm. Það eina sem skyggði á var að mín gallalausa svilkona lét ekkert tækifæri ónotað til að gera lítið úr mér. Nýlega kom hins vegar í ljós að ýmislegt var í gangi undir yfirborðinu á hennar heimili.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.