Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Feigðarboðar:„Fyrir hátt í 20 árum dreymdi mig óhugnanlegan draum að vori til. Um haustið rættist draumurinn en allt hefði þó mögulega farið verr ef ég hefði ekki fengið sterkt hugboð og farið eftir því.“- Hann hafði aldrei neitt áhugavert að segja:„Fyrir rúmum átta árum vann ég með einstaklega elskulegri stúlku. Hún var af erlendum uppruna, kom frá fyrrum Austantjaldslandi. Við urðum mjög góðar vinkonur og í gegnum hana fékk ég að kynnast aðstæðum kvenna sem leggja upp um drauminn um betra líf en þurfa að takast á við meira en þær áttu von á þegar til Vesturlanda er komið.“- Erfiður tengdasonur:„Dóttir mín var kornung þegar hún fór að vera með manni sem okkur foreldrum hennar leist illa á. Við reyndum að skipta okkur sem minnst af sambandinu og vonuðum að hún sæi sjálf hvern mann hann hefði að geyma.“ - Leyndarmál í hjónabandi:„Góður vinur minn varð fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum árum. Allt sem hann hafði byggt líf sitt á hrundi í einu vetfangi þegar hann komst óvænt að leyndarmáli.“ - Eru þau nú byrjuð ...:„Fyrir nokkrum árum flutti í húsið sem ég bjó í ung kona með tvö börn. Hún lét ósköp lítið fyrir sér fara og ég kynntist henni ekki mikið til að byrja með. Við heilsuðumst þó og spjölluðum stundum um daginn og veginn en þegar fyrrverandi sambýlismaður réðst á hana fyrir utan húsið hófust kynni okkar fyrir alvöru.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.