Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Fullkomin frænka ...:„Föðursystir mín, Fjóla, var mjög falleg kona. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á yngri árum og þótt hún hafi ekki sigrað, taldi hún sig alla tíð hafa vissu fyrir því að svik hefðu verið í tafli því dóttir bæjarstjórans sigraði þrátt fyrir að komast ekki nálægt henni í fegurð. Ég heyrði reyndar fleiri tala um þetta svo klíkan hefur líklega sigrað, eins og svo oft áður. Frænka mín varð hins vegar smám saman heltekin af þessum bransa og eigin útliti.“- Átti aldrei séns ...:„Í gegnum tíðina hef ég fylgst með Elsu, systur hennar og móður og saga þeirra er mikil sorgarsaga. Elsa er nánast orðin róni á Akureyri og allir hafa gefist upp á henni. Systir mín sá hana sitja á bekk hjá útiveitingahúsi niðri í bæ fyrir skömmu og treysti sér ekki til að heilsa upp á hana, svo illa var hún útlítandi. Þessi ljúfa stúlka hefur aldrei fengið viðeigandi hjálp og hver veit hvað orðið hefði ef einhver hefði einhvern tíma ákveðið að skipta sér af.“- Þekkir ekki mun á lygi og sannleika:„Ég var ellefu ára þegar ég kynntist Klöru og við urðum strax góðar vinkonur. Klara var uppátektarsöm og skemmtileg og leiddi mig iðulega á vit ýmissa ævintýra sem ég hefði aldrei þorað að leita uppi af eigin rammleik. Ég skildi samt fljótlega að ekki var alltaf hægt að treysta því sem þessi vinkona mín sagði því hún var gefin fyrir ýkjur og hikaði ekki við að ljúga til að koma sér út úr vandræðum. Síðar átti þetta eftir að koma henni alvarlega í koll.“- Mamma vildi öllum hjálpa:„Mamma mín var ákaflega góð kona og mátti aldrei neitt aumt sjá, eins og sagt er. Þetta gat oft reynst okkur systkinunum erfitt, einkum þegar hún tók inn á heimilið bláókunnugt fólk bara vegna þess að það átti ekki í önnur hús að venda. Lengi var ég mjög reið við mömmu því mér fannst hún alltaf setja þarfir annarra ofar okkar en nýlega gat ég fyrirgefið henni og líður mun betur á eftir.“- „Ef þér er ætlað það“:„Dóttir mín lék sér við ósýnilega vini og sagði frá atviki um leið og það gerðist þótt hún væri víðsfjarri. Þetta rjátlaðist af henni en pabbi hennar var heltekinn af öllu dulrænu sem hafði með tímanum slæm áhrif á hjónabandið. Forlagatrú hans átti þó eftir að opna mér leið sem mögulega hefði annars verið lokuð.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.