Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Ó, ó, óbyggðaferð: „Eitt árið lenti ég í nokkrum kröggum og þurfti aðstoð við að koma málum mínum í lag. Konan sem aðstoðaði mig í gegnum það ferli varð ágæt vinkona mín og ég er alsæll með að eiga smáþátt í því að hún fann hamingjuna.“ - Dropinn holar steininn: „Ég var gift í rúman áratug yndislegum manni. Það skyggði samt á hamingju mína hvernig tengdamóðir mín kom fram við mig. Ég var aldrei nógu fín fyrir son hennar.“ - Í hefndarhug: „Vinkona mín var um árabil gift virtum manni sem gegndi ábyrgðarmiklu embætti. Heima fyrir var hann svo stjórnsamur að það var nánast fyndið, ef það hefði ekki kostað vinkonu mína áratugi nánast í fangelsi ... í gullbúri þó.“ - Hættuleg níska: „Fyrri maðurinn minn var með eindæmum sparsamur og versnaði bara með aldrinum. Fyrst fannst mér þetta í lagi því sjálf er ég engin eyðslukló en svo fór þetta að verða þreytandi. Eitt atvik varð til þess að mér varð endanlega nóg boðið.“ - Nýja mamman: „Ég var sjö ára þegar ég missti móður mína og að verða níu ára þegar pabbi fór að vera með annarri konu. Konan var aldrei beint vond en hún gætti þess að halda góðri fjarlægð milli sín og okkar systkinanna.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.