Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Kennari á flótta ...: „Tóta vinkona kynntist manninum sínum undir nokkuð sérstökum kringumstæðum. Það má segja að hann hafi hlaupið í fangið á henni, á flótta undan ágengri konu.“ - Falskur og fláráður: „Ég ólst upp í bæ á landsbyggðinni. Bekkjarbróðir minn í grunnskóla þótti stríðinn en í dag myndi hegðun hans vera kölluð einelti. Við erum báðir iðnaðarmenn og störf okkar hafa nokkrum sinnum skarast, síðast þannig að ég mun aldrei starfa með honum eða tala við hann framar.“ - Hræðileg hótelstýra: Eitt sumar fyrir mörgum árum vann ég á hóteli úti á landi. Það var ótrúleg reynsla og hef ég hvorki fyrr né síðar átt yfirmann á borð við hótelstýruna sem stjórnaði öllu með harðri hendi og var óheiðarleg að auki.“ - Sökuð um vanrækslu af læknum: „Þegar sonur minn fæddist ríkti mikil gleði í fjölskyldunni. Hann var fyrsta karlkyns barnabarn foreldra minna en við systkinin áttum fyrir stóran stelpnahóp. Það var oft gert grín að því að pabbi, sem er mikill tónlistarmaður, gæti auðveldlega stofnað kvennakór með dætrum sínum og afabörnum.“ - Lúmskur og lyginn yfirmaður: „Fyrir nokkrum árum vann ég hjá fyrirtæki þar sem var ákaflega góður mórall. Á skrifstofunni starfaði hópur kvenna og við vorum allar vinkonur. Ég hlakkaði til að koma í vinnuna allt þar til skipt var um yfirmann.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.