Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Undarlegt tilboð:„Fyrir nokkru lenti ég í furðulegri reynslu þegar maður sem ég hafði aldrei hitt og þekkti bara í gegnum Facebook, gerði mér tilboð sem honum fannst greinilega að ég gæti ekki hafnað. Einhverju síðar fór eldri maður að gera hosur sínar grænar fyrir mér á ansi óþægilegan hátt.“ - Á einhverfurófi:„Allt frá því ég var barn hef ég þurft að bera ábyrgð á systur minni. Hún rakst illa í hópi eins stundum er sagt, þótti sérstök og var því alltaf höfð út undan. Mamma ætlaðist til að ég sæi um hana, tæki hana með í afmæli og seinna partí sem mér var boðið í og að ég stæði stöðugt í að breiða yfir mistök hennar og bæta fyrir þegar upp úr sauð milli hennar og hinna krakkanna. Þegar hún var greind á einhverfurófi ríflega fertug skýrði það margt en gerði hana sannarlega ekki auðveldari í umgengni.“ - Fíklarnir í lífi mínu:„Frá æsku stefndi ég að því að mennta mig og gera eitthvað mikið úr lífi mínu en strax í menntaskóla breyttist það. Ég sé þó ekki eftir neinu því ég er bæði reynslunni og yndislegum börnum ríkari.“- Draumurinn varð að martröð:„Eftir að hafa búið og starfað árum saman sem kennari og síðar skólastjóri á litlum stað á landsbyggðinni flutti ég, ásamt manni mínum og dóttur, í mun stærri bæ. Mig hafði dreymt um að verða „bara kennari“ á nýjan leik og hlakkaði til rólegra lífs. Sú varð nú aldeilis ekki raunin.“ - Ég veit ekki hvað kom yfir mig!:„Vinkona mín skildi ýmsa eftir í sárum þegar hún tók vanhugsaða ákvörðun. Hún áttaði sig á mistökunum nánast strax en of seint.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.