Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:Kunni ekki að segja neiÉg var þægt og meðfærilegt barn, enda komst ég ekki upp með neitt annað, og hlýðni mín við aðra hélst næstu áratugina með ýmsum afleiðingum því ég átti afar erfitt með að segja nei þótt mig langaði til þess.Óvæntur fjölskyldumeðlimurFyrir um ári fór að koma inn til mín grár köttur, grindhoraður, tætingslegur og sísvangur. Ekki löngu seinna komst ég að því að eigandi hans væri ógæfukona sem bjó við enda götunnar minnar.Ég átti í ástarsambandi við giftan mannÉg átti í ástarsambandi við giftan mann í góðri stöðu. Hann er þekktur í mínu bæjarfélagi en þegar samband okkar komst upp fengu allir bæjarbúar mikla samúð með honum og konu hans en ég var fordæmd og kölluð hjónadjöfull. Hann átti frumkvæði að sambandinu og hélt því lengi við með því að hringja í mig þótt hann hefði lofað konunni sinni að tala aldrei við mig framar.Ömurlegur afmælisdagurÉg var alin upp hjá einstæðri móður. Mamma varð ófrísk eftir skyndikynni og pabbi minn tilkynnti henni að ef hún kysi að halda barninu vildi hann ekkert af því vita. Hann stóð við þá ákvörðun og ég hef aldrei haft neitt samband við föðurfjölskyldu mína. Kannski hefur hegðun föður míns haft eitthvað um það að segja að ég virðist lélegur mannþekkjari og dómgreind mín þegar kemur að því að velja mér ástmenn er með eindæmum léleg.Góða mamma – vonda mammaÞegar ég fullorðnaðist fór ég fyrst almennilega að skilja hversu furðuleg æska mín væri og hvað mamma væri sjúk. Hún talar ekki við bróður minn lengur og slítur reglulega á tengslin við mig líka. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.