Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi sögur: - Hjálp úr óvæntri átt:„Ég lenti í miklum erfiðleikum fyrir nokkrum árum og var ráðalaus. Það kom mér mjög á óvart að sá sem bauð fram hjálp sína skyldi vera manneskja sem ég kunni ekki sérlega vel við, eða tengdasonur minn.“- Ótrúlegar tilviljanir:„Eftir skrautlegt djamm niðri í bæ eftir jólaglögg í vinnunni minni kom í ljós daginn eftir að ég hafði týnt veskinu mínu. Bíllyklunum líka, sem var öllu verra. Þrátt fyrir verulega uppörvandi stjörnuspá sem passaði fáránlega vel við aðstæðurnar átti ég ekki von á öðru en þurfa að kaupa nýjan rándýran lykil í bílinn.“- Örlagavaldurinn mikli:„Ég varð yfir mig ástfangin 17 ára gömul. Þrátt fyrir mikla andstöðu heima við samband mitt og unga mannsins dafnaði ástin en svo frétti ég af svikum hans og sleit sambandinu. Tæpum 40 árum síðar fékk ég óvænt allan sannleikann.“- Leitin að móður minni:„Þegar ég var átta ára gömul komst ég að því að hafði verið ættleidd. Frá unglingsaldri reyndi ég að finna móður mína sem var erlend og það gerði leitina enn erfiðari. Ég las nýlega grein í Vikunni um ættleiðingar út frá líðan barnanna og finnst saga mín gott innlegg í þá umræðu.“- Enginn trúir að svona fólk sé til:„Ég var lögð í einelti í vinnunni. Á fjórum árum braut þetta mig niður og svipti mig öllu sjálfstrausti. Þessu lyktaði þannig að ég var rekin frá vinnustaðnum og með því hélt ég að málinu væri lokið en svo var ekki. Þetta fylgir mér enn en ég má hvergi tala um þetta“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.