Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Ég er ekki að leita að karli:„Fyrir fjórum árum skildi ég við manninn minn. Ég komst að því að hann hafði haldið fram hjá mér um tveggja mánaða skeið. Konan var fyrrverandi kærasta hans og þetta var gríðarlegt áfall. Mér fannst eins og allt okkar hjónaband hefði verið lygi, eitthvert millibilsástand meðan hann biði eftir að hún losnaði. Ég var því mjög brotin og kærði mig sannarlega ekki um sambönd við aðra karlmenn en þeir létu mig ekki í friði.“- Draugagangur í nýrri íbúð:„Við fluttum í nýju íbúðina okkar á sólríkum sumardegi. Veðrið endurspeglaði gleði okkar og tilhlökkun því þetta var fyrsta heimilið sem við hjónin áttum sjálf. Dóttir okkar var yfir sig spennt að eignast sérherbergi eftir að hafa þurft að kúldrast með bróður sínum í pínulítilli kompu. Þarna var stór draumur að rætast en hann átti eftir að breytast í martröð.“- Níska fer illa með vináttu:„Ég á vinkonu sem ég hef þekkt í bráðum aldarfjórðung. Villa er orðheppin og gaman að skemmta sér með henni. En eftir að ég spjallaði við gamla vinkonu hennar gat ég loks almennilega fest fingur á það sem orsakar að ég hef lengi verið svolítið á verði gagnvart henni.“ - Ég fyrirgaf mömmu stjórnsemina:„Mamma var alltaf stóri og sterki aðilinn í minni fjölskyldu. Það var sama hvað gekk á það datt aldrei af henni né draup. Þessi styrkur mömmu fór oft í taugarnar á mér, enda fylgdi honum stjórnsemi sem gat gengið út í öfgar. Rétt áður en mamma dó í fyrra skildi ég loks hvað henni hafði gengið til og ég fyrirgaf henni stjórnsemina.“ - Mamma hans neitar að fyrirgefa mér:„Ég og barnsfaðir minn kynntumst á síðasta ári í menntaskóla og fórum að búa saman þegar við hófum háskólanám. Við eignuðumst son í miðju námi og nutum mikillar hjálpar frá fjölskyldu hans. Fyrir fjórum árum skildum við vegna framhjáhalds míns en tókum saman aftur níu mánuðum síðar. Við höfum farið til ráðgjafa og erum mjög hamingjusöm en mamma hans getur ekki fyrirgefið mér fyrri syndir.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.