Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Sjaldan launar kálfur ofeldi:„Þegar ég fór að búa með seinni manninum mínum varð ég stjúpmóðir tveggja drengja, fínustu stráka sem mér þykir mjög vænt um. Þeir eru taka sín fyrstu skref núna sem fullorðnir menn og það verður þeim eflaust ekki auðvelt eftir ofdekur og agaleysi í æsku.“- Fá ekki að hitta barnabarnið:„Fyrir fimm árum lést dóttir okkar 33 ára gömul, hún átti þá sjö ára gamlan son og eiginmann. Þetta er saga um baráttu afa og ömmu til að fá að umgangast barnabarn sitt.“- Kærastan í sveitinni:„Fyrir um aldarfjórðungi var ég hrifinn af stelpu sem bjó fyrir utan höfuðborgina. Móðir hennar var svolítið sérstök og kom fram við mig sem tengdason sinn frá fyrstu sýn.“- Erfiðir yfirmenn:„Fyrir nokkrum árum hóf ég störf hjá hinu opinbera. Í vinnu minni hjá tveimur stofnunum hafði ég eftirminnilega en ólíka yfirmenn. Ég lærði mikið um mannlegt eðli á meðan ég vann undir þeirra stjórn.“- Ókunnugur faðir á Facebook:„Blóðfaðir minn yfirgaf mig þegar ég var enn í móðurkviði. Árin liðu og það var ekki fyrr en ég steig á svið í sjónvarpsþætti að áhugi hans á mér kviknaði. Áhuginn magnaðist með árunum og með tilkomu Facebook breyttist hann í stöðugt áreiti.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.