Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Þráði að kynnast systkinum mínum:„Það hefur haft áhrif á allt mitt líf að ég var rangfeðruð. Ég var orðin fjórtán ára þegar mamma og pabbi viðurkenndu loks að ég ætti annan föður en þá hafði ég sífellt fengið að heyra frá fólki að pabbi ætti ekkert í mér. Ég hitti kynföður minn löngu seinna og enn síðar ákvað ég að hafa samband við hálfsystkini mín sem höfðu ekki haft hugmynd um tilvist mína.“- Óvænt vinslit:„Eftir að vera orðin edrú eftir margra ára óreglu eignaðist ég vinkonu sem ég taldi trausta og góða. Það tók mig mörg ár að sjá hvernig hún var í raun og veru og eftir á skildi ég ekkert í sjálfri mér fyrir að leyfa henni að koma svona fram við mig eins og hún gerði.“- Svona hefði líf mitt orðið ... :„Ég upplifði einstaka stund í brúðkaupsveislu sonar míns og fékk eins konar hugljómun um það hvernig líf mitt hefði orðið ef ég hefði ekki tekið afdrifaríka ákvörðun sem fór vægast sagt illa í fólkið í kringum mig..“- Úlfur í sauðargæru:„Ég hef búið í útlöndum frá unglingsaldri en lít þó alltaf á mig sem Íslending. Íslendingum hef ég einhvern veginn treyst betur en öðrum en fyrir mörgum árum fór ég flatt á því að treysta íslenskum manni sem var traustsins ekki verðugur.“- Stelsjúka frænkan:„Mamma mín og Ragna frænka voru fæddar með sextán mánaða millibili. Þetta gerði þær ákaflega nánar og í æsku voru þær aldar upp eins og tvíburar. Þær voru í eins fötum hvor í sínum litnum, voru settar í sömu tómstundir og eiginlega allaf gert ráð fyrir að þær hefðu sömu áhugamál. Mamma elskaði Rögnu systur sína en þegar systurdóttir hennar reyndist illa sjúk varð hún að velja og hún valdi mig.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.