Lífsreynslusögur Vikunnar
Lífsreynslusögur Vikunnar - Een podcast door Birtingur Utgafufelag
Categorieën:
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Hlustaði ekki á viðvaranirnar: „Fyrir fjöldamörgum árum féll ég fyrir afar sjarmerandi manni og lét sem vind um eyru þjóta viðvaranir vina minna sem sögðu hann siðblindan lygara.“ - Allt er þegar þrennt er: „Fyrir rúmum þrjátíu árum lentum við Svava vinkona í afar undarlegum aðstæðum en sonur hennar, þá ungbarn, bjargaðist frá bráðum bana á óútskýranlegan hátt. Segja má að lífi hans hafi verið þyrmt tvisvar í viðbót.“ - Óvænt vinslit: „Besta vinkona mín í æsku var Dóra. Hún bjó við sömu götu og ég og var heimagangur á heimili mínu. Einn daginn var henni bannað að umgangast mig vegna nokkurs sem foreldrar mínir áttu að hafa gert.“ - Mömmuraunir: „Ég á fjögur börn en mesta „fjörið“ hefur verið í kringum það elsta, soninn Aron. Hann hefur verið mikill gleðigjafi en fyrirferðin á honum var talsvert meiri en á hinum börnunum mínum öllum til samans.“ - Draumahúsið okkar: „Fyrir mörgum árum keyptum við hjónin gamalt hús. Ég hef alltaf verið næm og fann fyrir undarlegum og ekki góðum straumum þegar við skoðuðum það en hlustaði ekki á innsæið og húsið varð okkar.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.