Konan sem hvarf og glænýir íslenskir krimmar

Orð um bækur - Een podcast door RÚV

Podcast artwork

Categorieën:

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um íslenskar glæpasögur. Sagt er frá tveimur nýútkomnum skáldsögum eftir höfunda sem gefa báðir út sína fyrstu glæpasögu. Röskun eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur er sálfræðitryllir með yfirnáttúrulegum undirtón sem segir frá örlögum tveggja kvenna í Reykjavík. Hefndarenglar eftir Eirík P. Jörundsson er hefðbundin glæpasaga og spennutryllir í senn, þar sem söguhetjur kafa ofan í leyndarmál íbúa Súðavíkur og glíma við glæpagengi í undirheimum Reykjavíkur. Jórunn Sigurðardóttir ræðir einnig við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem nýlega hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem veitt er handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga. Bergrún Íris er sú fyrsta til að hljóta þessi verðlaun, fyrir handrit að bókinni Kennarinn sem hvarf. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.