#36 Einar Ágúst með Sölva Tryggva

Podcast með Sölva Tryggva - Een podcast door Sölvi Tryggvason

Categorieën:

Einar Ágúst Víðisson varð þjóðþekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórals, sem var á sínum tíma vinsælasta band Íslands. Einar var á beinu brautinni sem tónlistarmaður, sjónvarps- og útvarpsmaður þegar það fór að halla verulega undir fæti. Hann missti öll tök á tilverunni, endaði í mjög slæmum félagsskap og fór á kaf í neyslu. Einar hefur gengið í gegnum hluti sem fæstir geta gert sér í hugarlund. Hér ræða hann og Sölvi um stærstu sigrana, myrkustu tímabilin, tengslin við glæpastarfsemi, endurkomu Skítamórals og þakklæti Einars fyrir að vera enn á lífi. Þátturinn er í boði:   Sjónlags - www.sjonlag.is   Fitness Sport - www.fitnesssport.is   Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/   Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)   Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)   Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)