Sérfræðingar nota gervigreind, Batahús fimm ára, húsnæðismál og heilbrigði

Samfélagið - Een podcast door RÚV

Podcast artwork

Nýlega var sagt frá því í fréttum að samkvæmt rannsókn stéttarfélagsins Visku noti 80% sérfræðinga á vinnumarkaði gervigreind í starfi. Þá segir meirihluti þeirra að gervigreind auki afköst í starfi – en við vildum vita meira? Hvernig er gervigreindin notuð? Hvernig eykur hún afköst? Ástrós Signýjardóttir sest niður með Vilhjálmi Hilmarssyni, hagfræðingi hjá Visku, í lok þáttar til að ræða þessa áhugaverðu könnun. Við fáum líka pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins. En fyrst þetta: Batahús fagnar fimm ára afmæli um áramótin. Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma til að komast út í samfélagið að nýju eftir að hafa lokið afplánun, með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli. Agnar Bragason, forstöðumaður Batahúss karla, kíkir til okkar til að ræða starfsemi Batahúss. Tónlist úr þættinum: ANDERSON .PAAK & SMOKEY ROBINSON - Make It Better. MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life. KUSK - Sommar