Anton Líni. Minningar úr Elliðaey. Heimagrafreitir á Íslandi.

Sögur af landi - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Í þættinum er rætt við tónlistarmanninn Anton Lína Hreiðarsson. Anton Líni stundar nú háskólanám í Berlín. Hann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður undanfarin ár en þrátt fyrir ungan aldur hefur Anton orið fyrir fleiri áföllum en margir verða fyrir á allri sinni ævi. Við heyrum líka endurminningar Unnar Láru Jónasdóttur sem fæddist árið 1935 og ólst upp í Elliðaey á Breiðafirði til 12 ára aldurs. Viðtalið var tekið árið 2011 af Pétri Halldórssyni og var fyrst flutt í þættinum Við sjávarsíðuna á Rás 1. Að lokum er fjallað um heimagrafreiti á Íslandi. Þar segir Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, frá rannsóknum sínum. Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.