Djúpivogur, Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður

Sögur af landi - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Í janúar 2023 fór umsjónarmaður Sagna af landi í ferðalag um nokkra firði Austurlands. Við hefjum ferðalagið á Djúpavogi þar sem við lítum í kaffi til þeirra Willam Óðins Lefever og Grétu Mjallar Samúelsdóttur, sem reka þar fyrirtæki sem býr til sterkar sósur. Því næst er ferðinni heitið á Breiðdalsvík þar sem við hittum hjónin Helgu Hrönn Melsteð og Ingólf Finnsson, sem reka bifreiðaverkstæði og ferðaþjónustu auk þess að sinna sjúkraflutningum. Já það eru margir hattar á þeim hjónum. Að lokum förum við til Stöðvarfjarðar og fræðumst um Sköpunarmiðstöðina, listamiðstöð sem byggðist upp í gamla frystihúsinu niðri við höfnina og laðar núna að skapandi fólk úr öllum áttum og öllum heimshornum. Við ræðum við Unu Sigurðardóttur og Lukasz Stencel. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir