Óðinn Eddy. Óhapp í göngugötunni. Grænavatnsbærinn
Sögur af landi - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Það kennir ýmissa grasa í þætti dagsins. Við forvitnumst um sögu Óðins Eddy Viðarssonar sem flakkar í sumar um landið á sendibíl. Óðinn er sannkallaður þúsundþjalasmiður en hann er allt í senn kokkur, málari, dansari, nuddari og trúbador. Við heyrum líka af aðgengismálum í göngugötunni á Akureyri þegar Sigrún María Óskarsdóttir segir frá óhappi sem hún varð fyrir þegar dekkin á hjólastólnum hennar festust í brunnloki og hún steyptist úr stólnum. Að lokum fræðumst við um Grænavatnsbæinn í Mývatnssveit sem nýlega fékk hæsta styrkinn úr Húsafriðunarsjóði Minjastofnunar. Það er Benedikt Sigurðarsson sem segir frá æsku sinni á bænum og rifjar upp sögu fólksins sem þar bjó. Viðmælendur í þættinum eru Óðinn Eddy Viðarsson, Sigrún María Óskarsdóttir og Benedikt Sigurðarson. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.