Skjaldborgarbíó og heimsókn í Fljótsdal

Sögur af landi - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Við verðum á Vestfjörðum og Austurlandi í þætti dagsins. Ágúst Ólafsson brá sér á Patreksfjörð og forvitnaðist þar um Skjaldborgarhúsið, þar sem rekið er kvikmyndahús og er Lionsklúbburinn á staðnum helsti bakhjarlinn. Það er Davíð Rúnar Gunnarsson sem segir frá húsinu. Því næst er ferðinni heitið í Fljótsdalinn þar sem við fáum að kynnast rekstri ólíkra fyrirtækja. Rúnar Snær Reynisson heimsækir fyrirtækið Skógarafurðir og forvitnast um starfsemi þess hjá Bjarka M. Jónssyni. Að lokum skoðum við starfsemi Holts og heiða, sem framleiðir ýmiss konar matvöru. Það er Bergrún Arna Þorsteinsdóttir sem segir frá. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson, Rúnar Snær Reynisson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir