Sumar: Húsmæðraskólinn Ósk og Hveragerðisskáldin
Sögur af landi - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Í þessum áttunda og síðasta sumarþætti Sagna af landi þetta sumarið ætlum við skyggnast aðeins aftur í tímann. Við höldum vestur á Ísafjörð því að í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur verið sett upp sýning um fyrra hlutverk hússins, um Húsmæðraskólann Ósk. Við hittum Albert Eiríksson sem vann að sýningunni og fyrrverandi nemanda skólans, Geirþrúði Charlesdóttur. Við höldum svo á flakk um Hveragerði. Síðasta vetur hitti Gígja Hólmgeirsdóttir sagnfræðinginn Njörð Sigurðsson sem segir meðal annars frá Hveragerðisskáldunum og öðru listafólki sem býr og hefur búið í Hveragerði. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.