Mútugreiðslur og íslenska barnabótakerfið
Spegillinn - Hlaðvarp - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Arnar Páll Talar við Þórdísi Ingadóttur. Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Kolbein.