Brottvísun verður hápólitísk og leiðtogakjör í Japan
Spegillinn - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Mál Yazans Tamimi, sem er með vöðvahrörnunarsjúkdóm, er orðið hápólítískt eftir að formaður Vinstri grænna og félagsmálaráðherra bað dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans. Ríkisstjórnin fundar á morgun eins og venja er og dómsmálaráðherra segir brottvísun fjölskyldunnar standa þótt aðeins séu fimm dagar þar til forsendur fyrir máli Yazan gjörbreytast. Metfjöldi býður sig fram til forystu í flokki frjálslyndra demókrata í Japan, valdamesta flokki landsins um áratuga skeið, í skugga hneykslismála og fylgishruns.