Ekki útilokað að Svandís fái mótframboð, siðferðisspurningar vegna fósturskimana
Spegillinn - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskum stjórnmálum var opinberað í dag þegar Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að hún vildi verða næsti formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hún sagðist um leið vera fylgjandi því að kosið yrði í vor en ekki í haust þegar kjörtímabili ríkisstjórnarinnar lýkur. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Evu H. Önnudóttur, stjórnmálafræðiprófessor, um hvort kosningar að vori eða hausti breyti miklu og hvort það sé líklegt að einhver skori Svandísi á hólm í kjöri um formannsstólinn. Tækni í erfðagreiningum hefur fleygt fram en spurningar um margbreytileika, fósturskimanir og möguleika sem fylgja aukinni tækni verða sífellt áleitnari.