Samkeppni um heilbrigðisstarfsmenn og vinnuumhverfi skiptir máli við mönnun

Spegillinn - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Álags vegna gætir víða á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, það er erfitt að fá tíma og húsnæði hennar mætti líka víða vera betra. Ekki bætir úr skák að í mörgum hverfum hefur byggð þést þar sem heilsugæslustöðvarnar voru þegar sprungnar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar segir að húsnæði og aðstæður á stöðvunum skipti miklu þegar kemur að mönnun, það sé samkeppni um hvern einasta heilbrigðisstarfsmann.