Spennan magnast vestanhafs og af hverju True Detective kom til Íslands
Spegillinn - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Kosningabaráttan fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum eftir tvær vikur harðnar. Litlu munar á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana og þeir keppast við að ná hópum á kjörstað sem gætu ráðið úrslitum. Umdeild mál eins og þungunarrof setja mark sitt á kosningabaráttuna en efnahagsmálin eru þó það sem flestir kjósendur segja að ráði vali sínu. Anna Kristin Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur. Þá verður sagt frá því hvað gerðist þegar ráðamenn fengu upplýsingar um að Ísland kæmi til greina sem heppilegur tökustaður fyrir True Detective-þáttaröðina Night Country og HBO vildi fá loforð um að fá endurgreiðslu uppá 35 prósent.