Truflanir í tölvukerfum heimsins og ófrjósemisaðgerðum fjölgar í Bandaríkjunum
Spegillinn - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Það var ringulreið á flugvöllum heimsins, mörgum hverjum, í dag, raðirnar hlykkjuðust um og biðin var löng; um miðjan dag var búið að aflýsa á annað þúsund flugferðum sem og fjölda skurðaðgerða, truflun varð á sjúkrahúsum, í fjármálastarfsemi og hjá fjölmiðlum vegna galla í hugbúnaðaruppfærslu frá fyrirtækinu Crowdstrike sem hafði svo áhrif á stýrikerfi frá Microsoft. Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að áhrifin hér hafi ekki verið víðtæk en vissulega bregði mönnum við slíkar fréttir. Ófrjósemisaðgerðum á ungum Bandaríkjamönnum hefur snarfjölgað frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri niðurstöðu sinni í hinu víðfræga máli Roe gegn Wade, og felldi úr gildi stjórnarskrárvarin réttindi kvenna til þungunarrofs. Ragnhildur Thorlacius segir frá.