Umboðsmaður Alþingis kveður, Pútín hótar kjarnorkuvopnum
Spegillinn - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Skúli Magnússon lætur af störfum sem umboðsmaður Alþingis á þriðjudag og sest í dómarasæti í Hæstarétti Íslands. Við starfi hans tekur Kristín Benediktsdóttir sem Alþingi kaus í dag. Skúli hefur sem umboðsmaður slegið á putta ráðherra, meðal annars í Íslandsbankamálinu, sem varð til þess að þáverandi fjármálaráðherra sagði af sér - þó með þeim orðum að hann væri ósammála áliti umboðsmanns. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Skúla. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, þar sem hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í dag. Í aðdraganda fundarins hét Biden auknum stuðningi við Úkraínu. Hinumegin Atlantshafsins ítrekaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti óbeinar en illa duldar hótanir sínar um að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon