Verðbólgan tregðast við, kosið í Frakklandi og ungir Akureyringar í Vísindaskóla

Spegillinn - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Það gengur hægt að vinda ofan af verðbólgunni sem er þó komin undir 6% í fyrsta sinn um langt skeið - þingkosningar standa fyrir dyrum í Frakklandi og sumir telja að valið standi milli pestar og kóleru- þessa dagana eru nemendur í skólastofum Háskólans á Akureyri yngri en allajafna. Tregbreytanleg er orðið sem greiningardeildir bankanna nota til að lýsa þróun hennar næstu mánuði. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ segir húsnæðismarkaðinn sökudólginn og sá vandi verði ekki leystur með vaxtastigi heldur aðgerðum.