Eitt og annað: Mesta listaverkarán sögunnar

Heimildin - Hlaðvörp - Een podcast door Heimildin

Á veggjum þekkts listasafns í Boston má sjá 13 tóma myndaramma. Myndunum úr römmunum var stolið fyrir 34 árum og hafa ekki fundist. Næturvörður á safninu hefur alla tíð legið undir grun um aðild að málinu, sem er talið mesta listaverkarán sögunnar. Hann lést fyrir nokkrum vikum.