Allt frá hatti oní skó, Hvít hljóð og Allt sem við hefðum getað orðið

Víðsjá - Een podcast door RÚV

Podcast artwork

Categorieën:

Í gallerí SÍM við Hafnarstræti 16 stendur nú yfir samsýning myndlistarkonunnar Kristínar Elvu Rögnvaldsdóttur og ljóðskáldsins Guðbjargar Guðmundsdóttur, Hvít hljóð og nokkur Ílát. Þar fá ílát sem alla jafna er hent út á heimilum landsmanna óvænt mikilvægi og teiknaðar tilfinningaveirur stökkva fram úr ljóði sem skrifað var á vökudeildinni. Kvennasagan, og götin í henni, spilar líka stórt hlutverk í nýrri skáldsögu Sifjar Sigmarsdóttur, sem Gauti Kristmannsson rýnir í í þætti dagsins, en við hefjum þáttinn með því að bjóða annan höfund velkominn í hljóðstofu. Einar Már Guðmundsson sendi nýverið frá sér skáldsöguna Allt frá hatti oní skó. Sögusviðið er níundi áratugurinn á meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn þar sem ungur maður er að verða að skáldi og rithöfundi í heimi þar sem er ofboðsleg umferð en fá umferðarskilti - svo vísað sé til orða skáldsins.